Fara í efni

Verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET) hefur hlotið styrk sem nemur um 1,5 milljónum evra (225 M ISK) úr LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál.

„RECET verkefnið sem hefst nú í október 2023 mun efla getu sveitarfélaga á fimm svæðum í Evrópu til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir í sátt við hagsmunaaðila og samstarfi við atvinnulíf.“, segir Dimitris Sofianopoulos, verkefnastjóri hjá CINEA, Framkvæmdastofnun Evrópu um loftslags-, innviða- og umhverfismál, og er hann spenntur að fylgjast með framgangi verkefnising.

RECET er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. 

Sveitarfélög í dreifðum byggðum munu gegna lykilhlutverki í orkuskiptum og innleiðingu aðgerða sem miða að markmiði Evrópusambandsins um kolefnishlutleysi 2050 og lögfest markmið Íslands um kolefnishlutleysi 2040. Umtalsverð uppbygging innviða til orkuöflunar, flutnings og dreifingar þarf að eiga sér stað sem krefst aðkomu sveitarfélaga meðal annars í gegnum skipulagsgerð og leyfisveitingar.

RECET miðar að því að efla getu sveitarfélaganna og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. Stuðst verður við reynslu og aðferðir Energiakademiet frá eyjunni Samsø í Danmörku við mótun og þróun aðgerða til orkuskipta á hverju landsvæði fyrir sig. Energiakademiet hefur áratuga reynslu af því að þróa og innleiða svæðisbundnar orkuskiptaáætlanir.

Íslensk Nýorka og Eimur leiða verkefnið hér á landi en Vestfjarðastofa og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra eru einnig þátttakendur. Utan Íslands koma einnig að RECET: Sveitarfélagið Postojna í Slóveníu, Blekinge sýsla í Suðaustur-Svíþjóð og sveitarfélög á eyjunni Menorca á Spáni.

Að auki hafa fleiri lýst yfir stuðningi við verkefnið, og þar á meðal er Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Gyða Einarsdóttir verkefnastjóri grænna og snjallra verkefna hjá SÍS segir að: „Þátttaka sveitarfélaga er lykilatriði í því að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum. RECET verkefnið er gríðarlega spennandi verkefni, sem mun styðja við sveitarfélög á Íslandi og hjálpa þeim til þess að setja markmið og gera raunhæfar áætlanir um það hvernig við getum orðið jarðefnaeldsneytislaus 2040.“

Sú þekking sem mun skapast í RECET verkefninu og niðurstöður þessu verða aðgengileg öllum sveitarfélögum jafnt á Íslandi sem og annars staðar í Evrópu. Vilji sveitarfélög eða landshlutasamtök þeirra taka þátt, eru þau eindregið hvött til að hafa samband við verkefnastjóra.

Verkefnið hófst 1. október 2023 og stendur yfir í þrjú ár.

Málstofa : Orkuskipti og sveitarfélög

Íslensk Nýorka, Eimur, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Vestfjarðastofa stóðu fyrir sameiginlegum viðburði þann 29. ágúst 2023. Viðburðurinn var í beinu streymi frá Hótel KEA á Akureyri og er upptakan hér gerð aðgengileg. Málstofan bar yfirskriftina: Orkuskipti og sveitarfélög. Viðburðurinn markar upphafið að þriggja ára verkefni sem miðar að því að efla getu sveitarfélaga og samfélaga í dreifðum byggðum Evrópu, til að takast á við orkuskipti.

Dagskrá:
Hilmar Gunnlaugsson, Sókn Lögmannsstofa - Tekjumöguleikar sveitarfélaga af orkumannvirkjum
Alexis Chatzimpiros, Samsø Energiakademi - Reynsla af uppbyggingu vindorku og öðrum orkugjöfum á Samsö
Anna Margrét Kornelíusdóttir, Íslensk Nýorka - Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET verkefnið) - Styrkt af LIFE-áætlun ESB
Fundarstjóri var Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi

Málstofa : Orkuskipti og sveitarfélög - Hvað næst? 

Eimur, SSNE og Íslensk Nýorka héldu málstofu í Hofi og í streymi 21. febrúar 2024. Fjallað var um stöðu mála í orkuskiptum á Norðurlandi, olíunotkun svæðisins verður kynnt ásamt sérstakri umfjöllun um orkuskipti í þungaflutningum og við hafnir.

 Horfðu á alla málstofuna hér: 

SSNE – Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Ávarp/Opnun málstofu

Eimur – Ottó Elíasson
RECET verkefnið

Umhverfisstofnun – Birgir U. Ásgeirsson
Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið – Magnús Örn Agnesar Sigurðsson
Uppfærsla aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum

Orkustofnun – Sigurður Friðleifsson
Staða og áskoranir í Orkuskiptum – Ísland og Norðurland Eystra

Eimur – Skúli Gunnar Árnason
Olíunotkun á Norðurlandi Eystra: Í hvað fer olían?

Íslensk Nýorka – Anna Margrét Kornelíusardóttir
Orkuskipti í þungaflutningum

Blámi – Þorsteinn Másson
Orkuskipti við hafnir

Heimasíða verkefnisins: www.recetproject.eu
Nánari upplýsingar um verkefnið veita: